21 góður, eða ekki?

Erfitt var það, lengsta hlaup ferils undirritaðs.

Allur lemstraður eftir 21 km á tímanum 1.59.44 klst. . Fyrstu tólf voru í lagi þrátt fyrir erfitt færi en restin var alger pína. Það er ljóst að ekki verður hlaupið á morgun, sund og pottur. Er jafnvel að hugsa um að verðlauna mig með einum bjór, svona líka til að hlaða á kolvetnaforðann. Það verður þó að sjálfsögðu ekki gert nema með samþykki aðstoðarmannsins, vonandi að hann gefi grænt ljós.

Annars þýðir ekkert að vera að væla, 42.198 km er takmarkið í mars. Það er þó ljóst að maður á ansi langt í land.

 NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband