"þitt er mitt og mitt er mitt".

Rakst á aðra fyrir sömu kosningar. Eitthvað var ég sár út í Magnús Örn Guðmundsson "Manga" fyrrum stórhlaupara. Já og kannski núverandi stórhlaupara, þekki það ekki.

Leyfum þreyttum að hvílast!

 

Neslistinn, segir Nökkvi Gunnarsson, samanstendur af fólki sem annt er um umhverfi sitt.


null

Í Morgunblaðinu þann 9.5. s.l. brýst fram á ritvöllinn ungur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, Magnús Örn Guðmundsson, og fer mikinn. Ljóst er af máli frambjóðandans að hann hefur lært heima þau fræði sem móðurflokkurinn spinnur fyrir hverjar kosningar. Slæmt er til þess að vita að ungu fólki sé kennt að trúa því sem síður reynist rétt og því att fram með ranghugmyndir í þágu flokksins.

Í aðdraganda kosninga er öllu til tjaldað og haft er að leiðarljósi "þitt er mitt og mitt er mitt".

Í stuttu máli má segja að "höfundaréttur" sé hugtak sem ekki finnist í hugskotum sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Þessum orðum til stuðnings skal vitnað í skrif Magnúsar og dæmi nú hver fyrir sig.

"Náttúrugæði eru hér með eindæmum góð og skynsamlega staðið að skipulagsmálum þar sem ákvarðanir eru teknar að vel ígrunduðu máli í sátt við bæjarbúa."

Það er hinsvegar staðreynd að það hefur verið vilji sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi að byggja á vestursvæðunum svokölluðum og eyðileggja þar með þá sérstöðu sem Seltjarnarnesið hefur.

Í tvígang hafa þeir ákveðið uppá sitt eindæmi að eyðileggja þessa náttúruperlu þvert á vilja meirihluta bæjarbúa. Þessum áformum hefur hinsvegar verið afstýrt m.a. vegna söfnunar undirskrifta til verndunar svæðisins meðal bæjarbúa. Þessar aðgerðir voru alfarið á vegum Neslistans. Eftir stendur svo spurningin: Er þetta að taka ákvarðanir að vel ígrunduðu máli í sátt við bæjarbúa?

"Eitt mikilvægasta verkefni nýrrar bæjarstjórnar er að varðveita þann stöðugleika og ráðdeild sem einkennt hefur Seltjarnarnesbæ," segir Magnús einnig.

Hvaða stöðugleika? Skuldahöfuðstóll bæjarins hefur aukist um 27% á kjörtímabilinu. Í desember samþykkti meirihlutinn 5% raunhækkun á fasteignasköttum. Þeir lofa "fjölskylduvænni skattastefnu" á sama tíma og þeir innheimta hæstu leikskólagjöld sem þekkjast á höfuðborgarsvæðinu. Er þetta stöðugleikinn sem þarf að viðhalda? Í stærðfræðinni gefur mínus margfaldaður með nafna sínum plús. Þetta hafa sjálfstæðismenn á Nesinu lært.

Magnús talar einnig um sundrungu innan raða Neslistans. Tortryggnislexían hefur einnig skilað sér í uppeldinu.

Staðreyndin er hinsvegar sú að Neslistinn samanstendur af fólki sem annt er um umhverfi sitt og vill ýmislegt leggja í sölurnar til að varðveita þau gildi sem Seltjarnarnes hefur uppá að bjóða.

Í okkar hugum kallast fleira gildi en járnbentir steypukassar um víðan völl.

Ágætu Seltirningar. Í fjörutíu ár höfum við japlað á sömu tuggunni.

Á kjördag þann 25. maí býðst okkur næringarríkur aðalréttur í nafni Neslistans.

Þar fer samstilltur hópur fólks með hagsmuni manna og málleysingja í fararbroddi.

Höfundur skipar 5. sæti Neslistans.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband