Reykjavíkurmaraþon 1985

Glöggir lesendur geta séð nafn þess sem þetta skrifar í Morgunblaðinu 27. ágúst 1985, þá 9 ára og 26 dögum betur. Tíminn 30.54 mín í 7 km, eitthvað sem maður myndi hoppa hæð sína yfir í dag. Menn þurfa reyndar að vera ansi glöggir, ég náði ekki myndinni stærri.Þetta er eina RM undirritaðs til þessa dags.Annars er það að frétta af undirrituðum að nákvæm læknisskoðun átti sér stað í morgun, þar sem farið var í hjartalínurit o.fl. Næst á dagskrá er að fara í samskonar línurit við áreynslu, það mun eiga sér stað n.k. miðvikudag kl. 11.20. Þessar skoðanir eru einungis gerðar í forvarnarskyni svo maður detti nú ekki niður dauður í einhverju hlaupinu.

Verkir eru á undanhaldi eftir hlaup miðvikudagsins og farið verður á þrekhjól í kvöld.

400622_0893_426255_0005

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband