Grótta mætir KR á gervigrasvellinum við Suðurströnd á morgun

Á morgun kl. 11.30 árdegis, mætast Grótta og KR í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum við Suðurströnd. Löngu er orðið uppselt á leikinn en sá sem þetta skrifar getur útvegað nokkra miða fyrir áhugasama. Vinsamlegast skiljið eftir nafn og símanúmer í "athugasemdir" dálknum og ég mun hafa samband.

Þessi leikur verður í meira lagi fróðlegur, ekki síst fyrir þær sakir að Herra KR, Sigurður Helgason er orðinn aðstoðarþjálfari Gróttumanna. Siggi þekkir leikaðferðir KR-inga út og inn, það kæmi því ekki á óvart að Gróttumenn yrðu sterkir á heimavelli á morgun.

Annars er það að frétta að hjólað var á þrekhjóli í 60 mínútur nú rétt áðan. Þá var einnig lítillega tekið á lóðum. Hugsanlegt er að töflufundur fari fram síðar í kvöld á Ölveri, heimavelli aðstoðarmannsins.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband