16.1.2007 | 15:38
Hugleiðingar
Ég hef mjög gaman af því að lesa hugleiðingar hlaupagikkja. Á bloggsíðunni "dagbók ritarans" skrifar Gísli Ásgeirsson um hlaup og allt sem þeim tengist. Gísli og hans félagar hlaupa oft og mikið í einu. Síðastliðinn laugardag voru t.d. lagðir að baki 27 km í mikilli ófærð þar sem snjórinn var vaðinn uppá miðja ökkla. Yfirleitt er ekki farið út fyrir minna en 15 km í einu og vikurnar skila þ.a.l. mörgum kílómetrum í hús.
Þegar lesið er um slíka jaxla er óhjákvæmilegt að hugleiða hversu lang maður á enn í land. Hálfmaraþon í síðustu viku fór langt með að ganga frá mér og hlaup hafa legið á hakanum síðan vegna álagsmeiðsla, sem þó var búið að vara við. Hefur síðan verið hamast á þrekhjóli af miklum móð, en það jafnast ekki á við hlaupin sjálf. Vonandi fer þó að styttast í endurkomu á götur bæjarins því tíminn fer að verða naumur, ekki nema 60 dagar til stefnu. Það verður þó að halda fínni línu í prógraminu svo ekki komi til frekari meiðsli. Kannski gott að blanda hlaupum saman við hjól og fleira.
Í kvöld er stefnan að hjóla í 2 klst í einni beit á 85-90 snúningum á mínútu . Sjáum til hverning það gengur.
NG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.