17.1.2007 | 10:30
Rúmlega 15 "stones"
Æfing gærdagsins var góð. Ekki náðist þó alveg að hjóla í 2 tíma, lét 100 mínútur duga. Var kominn með náladofa í fæturna. Þetta er greinilega hin besta brennsla. Fór á vigtina í morgun eftir að hafa haldið til á hjólinu nánast í viku samfleytt. 96,2 kg sýndi vigtin, eða 15.15 steinar að hætti Breta, sem sagt 7 kg farinn frá 3. nóvember. Það hlítur að gera hlaupin léttari, allavega væri ég ekki til í að hlaupa með 7 kg þungan poka í eftirdragi. Það myndi gera manni erfitt fyrir.
NG
Athugasemdir
Til þess að ég skilji þetta betur - þú hefur sem sagt misst 1.1 stein. Það er vel gert.
Siggi (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 10:41
Glæsilegur árangur. Hvernig gengur annars með þjálfarann? Er hann farinn að skafa af sér eða fylgist hann bara með?
Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 15:15
Aðstoðarmaðurinn er kominn í prógram, segist ætla að hlaupa með seinni helminginn.
Nökkvi Gunnarsson, 17.1.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.