17.1.2007 | 13:28
Klassísk dægurlög
Ég var spurður að því um daginn hvort ég væri samkynhneigður. Þannig var að gestur á heimili mínu hafði komist yfir lagalistann á i-pod undirritaðs. Gesturinn horfði á mig með skelfingarsvip þegar ég kom aftur inn í stofu eftir klósettferð og varpaði upp áðurnefndri spurningu. Ég vissi náttúrulega ekki hvaðan á mig stóð veðrið, hélt að lögin á i-podinum mínum væru flottustu lögin í dag. Tæknilegir þættir hafa hingað til ekki talist til minna sterkari hliða. Ég var því mjög sáttur þegar mér tókst að troða 11 gaumgæfilega völdum dægurlögum inná tækið.
Lítum á lagalistann:
As long as I love you - Backstreet boys
I want it that way - Backstreet boys
Með þér - Ragnheiður Gröndal
Wisemen - James Blunt
Good by my lover - James Blunt
Think it over - Jóhann Helgason
Never ever let you go - Rollo & King
Fly on the wings of love - Olsen bræður
Nína - Stebbi og Eyfi
Þú fullkomnar mig - Sálin hans Jóns míns
Okkar nótt - Sálin hans Jóns míns
Þess ber að geta að gesturinn á heimili mínu þennan dag var töluvert yngri en höfundur. Hverskyns músík hlustar sú kynslóð sem á eftir minni kemur? Getur verið að þessi klassísku dægurlög séu komin fram yfir síðasta söludag? Ef svo er þá er höfundur það einnig, mér finnst alltaf jafngaman að hlusta á i-podinn minn.
NG
Athugasemdir
Ég held að Never ever let you go sé með Rick Ashley (Rúnar)
Rúnar Geir Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:58
já það passar, þetta er hinsvegar danskt Eurovisionlag með sama nafni.
Nökkvi Gunnarsson, 17.1.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.