7.2.2007 | 21:36
Gleðilega hátíð
Þá er undirritaður kominn úr fríi.
Það virðist vera að rofa til í hinum erfiðu meiðslum. Hef verið í sjúkraþjálfun undanfarnar vikur með litlum árangri. Fer í röntgen og segulómskoðun á föstudag og fæ þá vonandi úr því skorið hvað er að angra mig. Það sagði mér fróður maður og einhver besti langhlaupari íslandssögunnar að líklegt væri að ég væri með sprungu í beini. Minnir að hann hafi kallað það "mass factor". Ég í þrjósku minni fór 5 km síðastliðinn föstudag til að athuga með ástandið. Var ekki góður eftir það en kældi vel og dældi í mig bólgueyðandi. Hvíldi síðan fram á þriðjudag og prófaði aftur. Og viti menn enginn verkur, fór 10 km Gamlárshring á 51.52 mín í hálkunni. Kældi vel og bruddi íbúfen í dag og fór svo aftur í 10 núna rétt áðan. Ekki bólar enn á verkjum. Vonandi kemur svo myndatakan vel út á föstudag og málið úr sögunni.
Annars hélt ég til í Bretlandi í síðustu viku. Fór að sjá tvo leiki, meðal annars leik West Ham og Liverpool. Hitti þar hina mætu menn Rick Parry og David Moores í chairman suite. Við ræddum mál félagsins og ég ráðlagði þeim frá því að ganga til samninga við DIC arabana. Strax morguninn eftir voru fréttir í bresku pressunni um að viðræðum hefði verið slitið. Ánægjulegt að málið sé nú í höfn og klúbbnum mun farnast mun betur undir eignarhaldi herra Gilet og herra Hicks.
Fórum líka að sjá Arsenal og Tottenham á Emirates. Ótrúlega glæsilegt mannvirki þessi nýji völlur þeirra Arsenalmanna. Við vorum samt nokkuð skelkaðir á vellinum, hatrið milli þessara liða er gífurlegt. Lausir hlutir flugu milli hólfa í stúkunni og við læddum okkur út 10 mín fyirir leikslok til að sleppa við uppþotin eftir leik í þessu viðbjóðslega hverfi þar sem völlurinn er staðsettur. Annars heppnaðist ferðin geysilega vel fyrir utan flughræsluna sem angraði mig þó nokkuð. Reyndar svo mikið að ég ákvað að fara aldrei aftur til útlanda. Spurning hvað sú ákvörðun heldur lengi.
Var geysilega feginn að vera staddur í Englandi þegar handboltaleikurinn við Danina fór fram. Er ansi hræddur um að ég hefði eyðilagt einhverja muni á heimili mínu ef horft hefði verið á leikinn.
Colts unnu leikinn um Ofurskálina nokkuð örugglega. Frábært fyrir Peyton Manning að losa sig við "tapara" stimpilinn. Finnst líklegt að þeir geti bætt nokkrum skálum í hattinn á næstu árum.
Gott í bili.
NG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.