8.2.2007 | 20:38
Ekki var það Powerade
Stefndi að Powerade hlaupi í kvöld. Guggnaði á síðustu stundu af ótta við meiðslin. Þar sem ég var búinn að gíra mig upp andlega bjó ég til mitt eigið keppnishlaup. Keypti mér rauðan Gatorade sem mér finnst betri. Lagði svo upp í Gamlárshring með bætingu á tíma í huga. Það tókst mér til mikillar ánægju og það sem meira er að 50 mínútna múrinn var rofinn, 49.19 mín. Siggi Helga mætti mér við marklínuna sem varð enn til að auka ánægjuna.
Óreglusamir vinir mínir hafa platað mig á öldurhús fyrir samkynhneigða Q Bar í kvöld. Það passar ágætlega inní prógramið að taka eins og þrjár krúsir í kolvetnahleðslu. Er jú búinn að taka vel á því síðustu þrjá daga.
NG
Athugasemdir
Sæll Herra Skynsamur,
ég vona að þú hlaðir ekki of miklum kolvetnum í þig!! En annars er tíminn drullugóður svona miðað við að þú ert fótbrotinn, örugglega Norðurlandamet. Þú myndir þó sennilega ekki standast lyfjapróf með tilliti til neyslu þinnar á verkjastillandi og bólgueyðandi pillum síðustu dagana. En gaman að sjá að þú ert greinilega kominn á ról og við getum þá bætt Álftaneshringnum við í hádeginu.
Siggi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:45
Bætum inn Álftaneshringnum í hádeginu í einhvern daginn í næstu viku, þ.e.a.s. ef myndatakan sýnir óbrotna löpp.
Nökkvi Gunnarsson, 9.2.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.