Morgunblaðið 25. febrúar 1995

400843_0421_433181_0003

 

Það er með ólíkindum að rólyndismaður sem aldrei hefur skeytt skapi skuli dæmdur í 6 leikja bann. Þetta minnir mig reyndar á atvik þar sem annar rólyndismaður kemur við sögu.

Elliði Vignisson sálfræðingur og núverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum lék með Gróttu á árum áður og lenti í ýmsum skrautlegum uppákomum. Í fersku minni er leikur sem fram fór í íþróttahúsinu við strandgötu uppúr 1990. Elliða var sýnt rauða spjaldið einu sinni sem áður. Hann var þó ekki alveg á þeim buxunum að sætta sig við brottreksturinn og átti ýmislegt vantalað við þann svartklædda. Rauk hann í átt að dómaranum sem greinilega var skelkaður og tók til fótanna. Bæjarstjórinn fylgdi í humátt á eftir og fljotlega barst eltingaleikurinn upp í áhorfendapalla og varð að gera hlé á leiknum í dágóða stund meðan þeir "félagar" kláruðu stórfiskaleikinn. Óborganleg skemmtun fyrir þá sem voru viðstaddir. Ekki fylgir þó sögunni hversu langt leikbann Elliði hlaut að launum.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband