11.2.2007 | 03:22
Áfram í grúski
Þessi er nokkuð skemmtileg. Er reyndar ekki frá því að ég hafi veðjað á rangan hest."Það er hægt að vera lengi í knattspyrnu og streða fyrir einni medalíu en svo sigrar maður á einu golfmóti og uppsker verðlaun fyrir tugi þúsunda".
Ég er ekki frá því að Eiður hafi þénað meira á sinni knattspyrnuiðkun en ég á golfinu. Hlaup tengjast þessari blaðagrein einnig. Ég var staddur í golfi út í Suðurnesi og átti að mæta í viðtal einhverjum mínútum seinna. Ekki var um annað að ræða en að bregða undir sig betri fætinum og hlaupa út á Hlíðarenda þar sem viðtalið var tekið. Að viðtalinu loknu var hlaupið aftur út á golfvöll og tekinn upp þráðurinn við golfleik. Það þarf enginn að segja mér að meðlimir Cocopuffs-kynslóðarinnar hefðu látið bjóða sér uppá þetta.
NG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.