Hádegishlaupi lokið

Fyrsta hádegishlaupi DM klúbbsins er lokið. Þetta er snilld og klárlega það sem koma skal, við brosum báðir hringinn í endorfínvímu, viðmót og fas með allra besta móti.

10,26 km voru lagðir að baki. Fórum rólega í byrjun og enduðum á þokkalegri keyrslu með vindinn í fangið og upp í móti. 158 hjartslög að meðaltali, 4,40 hraðasta tempó og 5,35 meðaltempó. Þægilegt og gott, vonumst til að fjölgi í klúbbnum fljótlega. Ýmsir eru greinilega forvitnir og jaðrar við öfund hjá öðrum. Nú er bara að drífa sig með, allir velkomnir.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas,

þú átt greinilega langt í land í hlaupafræðunum. Þegar talað er um 4,40 í tempó er átt við að viðkomandi hlaupi km á 4mín og 40 sek (tæplega 13 km hraða á klst). Yfir heildina (10,26 km) var tempóið 5mín og 35 sek pr km (tæplega 11 km hraða). Ekkert rosalega gott en þetta voru nýjar aðstæður.

Hringdu bara í mig ef þig vantar frekari upplýsingar úr fræðunum.

 ps: okkur vantar sterkan fjárfestingaraðila í DK, veistu um einhvern?

Siggi (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband