14.2.2007 | 20:05
Seinna hlaup dagsins
Um klukkan 16.30 hringdi síminn, á línunni var Múrarinn a.k.a. TK. Hann hafði hug á síðdegishlaupi og það var auðsótt. Híttumst 17.30 í Neslauginni og fórum 8 km. Kallinn kom á óvart og hefur greinilega verið að æfa í laumi og hélt uppi meðalhraða 5.32 mín á kílómeter og tók meðal annars hvílíka roku um miðbik hlaups. Fór alveg niður á 4 mínútur í pace í ca. 1 km þannig að ég átti í stökustu vandræðum með að halda í við hann. Múrarinn lýsti því yfir í lok hlaups að hann myndi mæta í hádegishlaup á föstudag. Eina sem vantar er að Loðfíllinn og Færeyingurinn taki fram skóna.
Góður dagur að baki, rúmlega 18 km og alveg eldsprækur. Nú sýnist mér að leiðin liggi aðeins uppávið.
NG
Athugasemdir
Já maður hefði haldið það. Kraftaverkin gerast enn.
Nökkvi Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.