Seinna hlaup dagsins

Um klukkan 16.30 hringdi síminn, á línunni var Múrarinn a.k.a. TK. Hann hafði hug á síðdegishlaupi og það var auðsótt. Híttumst 17.30 í Neslauginni og fórum 8 km. Kallinn kom á óvart og hefur greinilega verið að æfa í laumi og hélt uppi meðalhraða 5.32 mín á kílómeter og tók meðal annars hvílíka roku um miðbik hlaups. Fór alveg niður á 4 mínútur í pace í ca. 1 km þannig að ég átti í stökustu vandræðum með að halda í við hann. Múrarinn lýsti því yfir í lok hlaups að hann myndi mæta í hádegishlaup á föstudag. Eina sem vantar er að Loðfíllinn og Færeyingurinn taki fram skóna.

Góður dagur að baki, rúmlega 18 km og alveg eldsprækur. Nú sýnist mér að leiðin liggi aðeins uppávið.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nökkvi Gunnarsson

Já maður hefði haldið það. Kraftaverkin gerast enn.

Nökkvi Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband