15.2.2007 | 21:35
Ný æfing
Var að koma úr ræktinni. Ákvað að feta í fótspor reynsluboltanna en á meðal þeirra fer ný æfing eins og eldur um sinu. Hún fer þannig fram að hlaupabrettið er stillt í 15 gráðu halla og 6 km hraða. Það er skemmst frá því að segja að þetta er fjandanum erfiðara. Svitinn gjörsamlega spýtist út úr manni. Náði þó aðeins að halda út í 17 mínútur þá var ég bæði orðinn þreyttur og eins var mér farinn að skrika fótur þar sem nokkrir lítrar af svita höfðu spýtt sér á beltið sem eins og áður sagði var stillt í 15 gráðu halla. Tók þá til við refsingar á stáli og magaæfingar.
Annars er þetta fín æfing og hentar vel í prógramið á þeim dögum sem hvíld er frá hlaupum.
Hugur minn er hjá Múraranum sem meiddist í gær og er kominn með svokallað "hlauparahné". Hann fer í sprautur á morgun og ætti að vera orðin stálsleginn um helgina.
Á morgun er svo hádegishlaup númer tvö.
NG
Athugasemdir
Hann er svo ríkur, eða múraður.
Nökkvi Gunnarsson, 15.2.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.