8.3.2007 | 14:35
Yfir leyfilegum endorfín mörkum
Við Sigurður rúlluðum létta 12 kílómetra í hádeginu. Erum eins og gefur að skilja báðir endurnærðir og eiturhressir. Endorfínið dugar okkur langt inn í daginn. Söknum þess reyndar að félögum í hádegisklúbbnum skuli ekki fjölga þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar hinna ýmsu aðila.
Í bílnum á leiðini í vinnuna aftur setti Sigurður út á aksturslag undirritaðs. Hugleiddum í framhaldinu hvað hefði gerst ef laganna verðir hefðu stöðvað ökumanninn. Ætli það sé hægt að vera langt yfir leyfilegum endorfín mörkum?
NG
Athugasemdir
Sælll Nekkvi!
Frétti af ritum þínum inn á veraldarvefinn um daginn og í framhaldi af því er ég búinn að vera tíður gestur hér á nolla. Dugnaður þinn var mér ákveðin uppvakning og er ég nú sjálfur byrjaður að stunda götuhlaup og er stafnan sett á hálft maraþon í sumar.
Við hittumst kannski á Ægisíðunni í sumar þegar þú tekur fram úr mér.
Þórarinn Gunnar Birgisson (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:35
Sæll Þórarinn. Gaman að heyra frá þér og gaman að þú sért farinn að hlaupa. Mér skilst að þú hafir verið mjög öflugur í dentid. Kveðjur til DK.
Nökkvi Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.