10.3.2007 | 13:38
Föstudagurinn langi og laugardagur
Ákvað að hliðra aðeins til í prógraminu og fór 18 km í gær. Ástæðan var afmælisveisla í gærkvöldi og hafði ég nokkrar áhyggjur af því að heilsan yrði ekki uppá það besta í dag. Var mjög léttur og fór þessa ´18 á 1,29,37 mín, 4,59 pace. Átti nóg inni og síðustu 3 km voru á 4,42, - 4,35 og 4,25 mín.
Rúllaði svo 7,5 i morgun með sjálfum Valsaranum, það var ágætt. Vikan endar þá í 57 km sem er aðeins meira en prógram segir til um. Best er að ég er alveg laus við kvefið.
NG
Athugasemdir
Vil minna á að þú verður að passa að gera ekki of mikið í hlaupunum.
ég hef prófað það og það er ekki eitthvað sem þú vilt! ofþjálfun=helv..... ég er sjálf hlaupari og hef ofgert mér svakalega og það er bara vont fyrir þig.....passaðu þig á því að um leið og æfingar eru orðnar of miklar ferðu að brjóta niður í stað þess að byggja upp ég er ekki að reyna að skemma fyrir þér svo ég vinni þig nú örugglega í hlaupum sumarsins heldur að hjálpa þér og líkama þínum.....þú færð bara EINN líkama fylgdu prógraminu en ekki meira kall!
Birna
þekki þig ekki neitt en rakst bara inn á síðuna þína og varð að nöldrast smá
Birna hlaupari (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:36
Takk fyrir þetta Birna, góðir punktar. Ég fór of geyst af stað og var dæmdur til setu á þrekhjóli meira og minna allan janúarmánuð. Er nú kominn í prógram hjá Sigurði P og reyni að fara eftir því. Missti aðeins úr í vikunni á undan vegna kvefs og fannst ég verða að vinna það upp (gamli keppnismaðurinn). Annars er maður smám saman að læra þetta og mikilvægast af öllu er að ofgera sér ekki.
Nökkvi Gunnarsson, 12.3.2007 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.