Erfitt, mjög erfitt

Æfingu dagsins er lokið. Hraðaæfing sem fór fram í Laugardal undir handleiðslu lærimeistarans. Léttir 3 km í upphitun, því næst 4 x 800 m sprettir með 2,30 mín joggi á milli. Í lokin var svo joggað niður 3 km. Samtals um 10 km með öllu.

Fyrstu 800 á 2,56 mín sem er 3,40 pace. Önnur umferð á 3,03 mín sem gerir tæplega 3,49 hraða. Númer 3 á 3,12 mín sem gerir 4,00 mín. Síðasti á 3,16 sem gerir 4,05 mín.

Ekki er ég nú alveg nógu fróður til að lesa vel úr þessu, en greinilegt er þó að það vantar uppá úthald í sprettum. Kemst miklu hraðar en þetta en spring alltof fljótt á limminu. Gaman verður að taka þetta aftur eftir nokkrar vikur og sjá bætingu. Það er að segja ef maður þorir í þetta aftur, þetta er alger pína, samt gott eftirá.

Gaman að því að enginn annar en Hannes Páll Guðmundsson var á hliðarlínunni og hvatti mig til dáða. Hann og Þorvaldur Geirsson heiðursmaður voru að stjórna hlaupaæfingu á vegum slökkviliðsins.

Var ekkert að nefna hálfmaraþonið um helgina þar sem ég veit að þjálfarinn er því mótfallinn, stelst bara í það og vona að ég fari mér ekki að voða. Ég á nú hvort eð er að hlaupa 20 km á laugardaginn, fer bara rólega, pjakka þetta eins og ritarinn segir.

 

NG


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband