10.1.2007 | 14:10
Allir Þonarar þurfa góðan aðstoðarmann
Í gær náðist samkomulag við Hauk Óskarsson um að hann myndi aðstoða undirritaðan í aðdraganda og á meðan á Marsþoni stendur.
Viðræður snérust um útfærslur á áðurnefndri aðstoð.
1) Skyldi hann verða í hlutverki hérans?
2) Skyldi hann hjóla með hlauparanum?
3) Skyldi hann keyra á milli staða fyrstu 20-30 km og hjóla svo með rest? Til vara ef snjóþungt verður, þá verður aðstoðarmaðurinn á snjósleða.
Kostur númer 1 kom ekki til greina. Afhverju?
Aðstoðarmaðurinn reif sig upp af rasgatinu ekki alls fyrir löngu og ákvað að fara út að hlaupa. Hann hafði teiknað upp hring í huganum sem lagður yrði að baki. Þegar þeim hring var um það bil að ljúka var minn maður enn með góða meðvitund og ákvað að bæta við hringinn ca. 40%. Þegar komið var að leiðarenda var meðvitund farinn að minnka, en góð samviska sló á allar þjáningar. Seinna um kvöldið í endorfínvímu var ákveðið að mæla hringinn með hjálp heimilisbifreiðarinnar. Mælirinn var núllstilltur og haldið af stað ásamt húsfrúnni, nú skyldi henni sýndur afrakstur hlaupaferðarinnar fyrr um daginn. Ekki varð þetta nú langur bíltúr hjá þeim skötuhjúum, mælirinn sýndi 1,3 km að bíltúrnum loknum.
Skýt reyndar hér inn efni tölvupósts frá Hauki honum til varnar:
Númer 2 var einnig afskrifaður.
Þriðji kosturinn varð því fyrir valinu.
Eins og sést hér áð ofan á tölvupósti aðstoðarmanns, þá er hann nú ekki alveg ókunnur hlaupum og er að eigin sögn góðvinur Péturs Frantz fyrrverandi formanni Félags Maraþonhlaupara. Einnig hefur hann langa starfsreynslu að baki hjá Leppin sem ætti að geta nýst vel í svona hlaupi. Undirritaður ber því gríðarlegar væntingar til þessa samstarfs og býður Hauk formlega velkominn til starfa.
Annars er það að frétta af þeim sem þetta skrifar að undanfarna daga hefur verið hjólað í ræktinni vegna minniháttar álagsmeiðsla. 50, 60, og 90 mínútur. Í kvöld er svo planið að taka 2 tíma útihlaup.
NG
Athugasemdir
Gaman að fá allar hlaupalýsingar, ekki bara í ræðu heldur einnig riti. Frábært! En þú áttar þig á því að nú eru markmiðin lýðnum ljós og ekki aftur snúið.
Mér líst vel á þann ráðahag að fá prinsipp manninn, Hauk Óskarsson, þér til halds og trausts og ætti það að verða farsælt samstarf.
Ég fylgist spenntur með framvindu mála.
Sigurður Ómarsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 14:39
Til fróðleiks fyrir þá sem það vilja vita þá var Haukur 94 kg nakinn. Ég get staðfest það. Þetta var eftir að ég lét hann hlaupa í 40 mín á eftir boltanum í skvassi. Sennilega hefur misst svona 2-3 kg í þeim átökum. Niðurstaðan: Haukur Óskarson er kominn í 96-97 kg. Hann verður frábær héri!!!!
Doddi (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.