Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Dúfan og hreindýrið

65726479

Þau eru sæt saman Dúfan og hreindýrið á myndinni hér að ofan. Einhvern veginn kemst maður ekki hjá því að leiða hugann að því á hvaða nótum samband þessara dýrategunda er byggt. Allavega þá er hjónasvipur með kvikindunum.

 

NG


Morgunblaðið 25. febrúar 1995

400843_0421_433181_0003

 

Það er með ólíkindum að rólyndismaður sem aldrei hefur skeytt skapi skuli dæmdur í 6 leikja bann. Þetta minnir mig reyndar á atvik þar sem annar rólyndismaður kemur við sögu.

Elliði Vignisson sálfræðingur og núverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum lék með Gróttu á árum áður og lenti í ýmsum skrautlegum uppákomum. Í fersku minni er leikur sem fram fór í íþróttahúsinu við strandgötu uppúr 1990. Elliða var sýnt rauða spjaldið einu sinni sem áður. Hann var þó ekki alveg á þeim buxunum að sætta sig við brottreksturinn og átti ýmislegt vantalað við þann svartklædda. Rauk hann í átt að dómaranum sem greinilega var skelkaður og tók til fótanna. Bæjarstjórinn fylgdi í humátt á eftir og fljotlega barst eltingaleikurinn upp í áhorfendapalla og varð að gera hlé á leiknum í dágóða stund meðan þeir "félagar" kláruðu stórfiskaleikinn. Óborganleg skemmtun fyrir þá sem voru viðstaddir. Ekki fylgir þó sögunni hversu langt leikbann Elliði hlaut að launum.

 

NG


Dagur að kveldi kominn

Ýmsu áorkað í dag. Fór meðal annars í segulómskoðun og röntgenmyndatöku, niðurstaðan ætti að liggja fyrir eftir helgi. Tók létta æfingu í ræktinni, þrekhjóli í 40 mínútur var fylgt eftir með léttum lyftingum og magaæfingum.

Er á leið í meistaramót DM í keilukasti, einhver sú alleiðinlegasta íþrótt sem ég hef prufað. Kæmi mér samt ekki á óvart að sigur verði raunin. Annars er ég að spá í að labba út í keiluskónum, hef alltaf verið veikur fyrir slíkum skóbúnaði, bara töff.

 

NG


Flottar buxur

Gaman að sjá að fleiri fyrirtæki eru að hasla sér völl á sviði hlaupafatnaðar. Maður skellir sér á nokkur pör frá Gerbe þegar spandexið kemur á markað.

 

NG


mbl.is Sokkabuxur fyrir karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var það Powerade

Stefndi að Powerade hlaupi í kvöld. Guggnaði á síðustu stundu af ótta við meiðslin. Þar sem ég var búinn að gíra mig upp andlega bjó ég til mitt eigið keppnishlaup. Keypti mér rauðan Gatorade sem mér finnst betri. Lagði svo upp í Gamlárshring með bætingu á tíma í huga. Það tókst mér til mikillar ánægju og það sem meira er að 50 mínútna múrinn var rofinn, 49.19 mín. Siggi Helga mætti mér við marklínuna sem varð enn til að auka ánægjuna.

Óreglusamir vinir mínir hafa platað mig á öldurhús fyrir samkynhneigða Q Bar í kvöld. Það passar ágætlega inní prógramið að taka eins og þrjár krúsir í kolvetnahleðslu. Er jú búinn að taka vel á því síðustu þrjá daga.

 

NG


Meiðslapési

Magga hleypur sennilega ekki mikið á næstunni. Spurning hvernig þessi meiðsli eru tilkomin. Veit það fyrir víst að hún reykir tvo pakka á dag af dönsku gæða rettunum Prince.

NG


mbl.is Danadrottning fékk nýjan hnélið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð

Þá er undirritaður kominn úr fríi.

Það virðist vera að rofa til í hinum erfiðu meiðslum. Hef verið í sjúkraþjálfun undanfarnar vikur með litlum árangri. Fer í röntgen og segulómskoðun á föstudag og fæ þá vonandi úr því skorið hvað er að angra mig. Það sagði mér fróður maður og einhver besti langhlaupari íslandssögunnar að líklegt væri að ég væri með sprungu í beini. Minnir að hann hafi kallað það "mass factor". Ég í þrjósku minni fór 5 km síðastliðinn föstudag til að athuga með ástandið. Var ekki góður eftir það en kældi vel og dældi í mig bólgueyðandi. Hvíldi síðan fram á þriðjudag og prófaði aftur. Og viti menn enginn verkur, fór 10 km Gamlárshring á 51.52 mín í hálkunni. Kældi vel og bruddi íbúfen í dag og fór svo aftur í 10 núna rétt áðan. Ekki bólar enn á verkjum. Vonandi kemur svo myndatakan vel út á föstudag og málið úr sögunni.

Annars hélt ég til í Bretlandi í síðustu viku. Fór að sjá tvo leiki, meðal annars leik West Ham og Liverpool. Hitti þar hina mætu menn Rick Parry og David Moores í chairman suite. Við ræddum mál félagsins og ég ráðlagði þeim frá því að ganga til samninga við DIC arabana. Strax morguninn eftir voru fréttir í bresku pressunni um að viðræðum hefði verið slitið. Ánægjulegt að málið sé nú í höfn og klúbbnum mun farnast mun betur undir eignarhaldi herra Gilet og herra Hicks.

Fórum líka að sjá Arsenal og Tottenham á Emirates. Ótrúlega glæsilegt mannvirki þessi nýji völlur þeirra Arsenalmanna. Við vorum samt nokkuð skelkaðir á vellinum, hatrið milli þessara liða er gífurlegt. Lausir hlutir flugu milli hólfa í stúkunni og við læddum okkur út 10 mín fyirir leikslok til að sleppa við uppþotin eftir leik í þessu viðbjóðslega hverfi þar sem völlurinn er staðsettur. Annars heppnaðist ferðin geysilega vel fyrir utan flughræsluna sem angraði mig þó nokkuð. Reyndar svo mikið að ég ákvað að fara aldrei aftur til útlanda. Spurning hvað sú ákvörðun heldur lengi.

Var geysilega feginn að vera staddur í Englandi þegar handboltaleikurinn við Danina fór fram. Er ansi hræddur um að ég hefði eyðilagt einhverja muni á heimili mínu ef horft hefði verið á leikinn.

Colts unnu leikinn um Ofurskálina nokkuð örugglega. Frábært fyrir Peyton Manning að losa sig við "tapara" stimpilinn. Finnst líklegt að þeir geti bætt nokkrum skálum í hattinn á næstu árum.

 

Gott í bili.

 

NG


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband