17.2.2007 | 14:04
Fíkn á fíkn ofan
Í gær var var farið á pílukvöld í KR-heimilinu. Þar var drukkinn bjór og síðan stefnt að því að kíkja með strákunum í miðbæ Reykjavíkur. Hugmyndin var því að hafa hlaupafrí í dag og hvílast. Uppúr miðnætti gerðust undur og stórmerki. Hlaupafíknin varð áfengis og skemmtanafíkninni yfirsterkari. Undirritaður yfirgaf því samkvæmið, skokkaði heim og ákvað að hlaupið skyldi í dag. Rosalega er maður orðinn skynsamur, enda miðaldra og lífsreyndur.
Í morgun var svo vaknað um 10 leytið og smeygt sér í nælongallan. Svo var haldið út í vorveðrið og joggaðir í rólegheitum 13.83 km skv. Google Earth( Polar græjan er eitthvað vanstillt). Var nokkuð léttur og sjaldan liðið betur á hlaupum. Tíminn 1 klst 16 mín og 5 sek, það gerir meðalhraða uppá 5.29 mín pr. km. Blés ekki úr nös og meðalpúls 155 slög. Mældi til gamans hvíldarpúlsinn í morgun þegar ég vaknaði, 41 slag. Held að það sé nokkuð gott Glími þó við eitt hvimleitt vandamál, geirvörturnar á mér eru orðnar að svöðusári og fossar úr þeim blóð á hlaupum. Þarf að finna lausn á því.
Þetta þýðir að vikan er komin í 58 km sem er bara nokkuð gott fyrir meiðslapésa eins og mig. Vonandi helst maður heill og getur byggt ofaná þessa góðu viku.
NG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.