20.2.2007 | 23:59
Hlaupið með goðsögninni
Snilldar æfing í dag 8 km fartleikur í Laugardal. Sigurður P. Sigmundsson Íslandsmethafi í maraþoni þrælaði mér áfram. Virkilega gaman að fá að hlaupa með goðsögninni. Hann er búinn að setja saman prógram sem miðast við að toppa í RM í ágúst. Önnur plön verða því að víkja í bili. Þetta er nokkuð þétt prógram sem byrjar þó aðeins á 4 æfingum á viku en fer stigvaxandi og nær hámarki í júlí, 100 km plús á viku. Ljóst að golfið verður að víkja að einhverju leyti. Nú er maður kominn í góðar hendur.
NG
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.