Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
28.2.2007 | 21:00
Febrúar
Febrúar, uppgjör.
Eftir að hafa verið kyrrsettur á þrekhjóli megnið af janúar vegna meiðsla þá er ég nokkuð sáttur við þróunina í febrúar. Náði samtals 17 hlaupaæfingum frá 6 degi mánaðarins. Á þeim æfingum voru samtals farnir 171,60 km. Er kominn í fast prógram sem hjálpar mikið til, annars æðir maður áfram eins og flóðhestur þangað til meiðsli valda kyrrsetningu. Næstu vikur eru spennandi þar sem álagið fer smám saman vaxandi og verður gaman að sjá hvernig skankarnir bregðast við því. Spurning hvernig maður fer að í júlí þegar vikurnar verða í 100 km +, það verður ekki ýkja mikið golf á þeim tíma. Kannski spurning um að taka morgunæfingar á þeim tíma.
Vigtin sýnir 93-94 kg, samtals 10-11 kg farin síðan í nóvember. Þjálfarinn vill fá mig niður í 88 í rólegheitum. Þegar því verður náð mun manni væntanlega svipa til Eþíópíumanna, sem er mjög gott þegar langhlaup eru annarsvegar.
Hádegisæfingar voru teknar upp í mánuðinum, mjög hentugt tvisvar í viku og komið til að vera.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 20:32
Ironman
http://www.youtube.com/watch?v=tRB1p89k7_I
Þetta er svakalegt, varð hræddur við að horfa á þetta. Ætla rétt að vona að maður lendi aldrei í þessu.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2007 | 14:15
Fartleikur í hádeginu
Fór góðan fartleik í hádeginu á Álftanesi. 2 km skokk í upphitun. 200, 300, 400, 500, 600, 200, 300, 400, 500 og 600m pressa með léttu skokki á milli. Endaði svo á léttu joggi síðustu 2 km. Samtals rúmir 10 km. Fór hraðast niður í 3.19 mín tempó.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 13:27
10
Það er gott að vakna snemma á sunnudagsmorgni. Fór rólega 10 km í morgun í kulda og norðangarra. Svo var legið í potti og teygt vel og lengi.
Hef ákveðið að nota þessa síðu til að halda utan um neyslu áfengra drykkja.
Einingar í viku, samtals 9.
Ng
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 13:11
Samkvæmt áætlun
Frábært veður í morgun og 16.07 km lagðir að baki eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Léttur og frískur og gat ekki setið á mér með að fara aðeins hraðar en áætlunin segir til um. Kláraði á 1.25.29 sem gerir 5.19 mín meðalhraða, átti að vera í kringum 5.40.
Svo er bara að vona að Liverpool klári sig í dag, væri gaman að sjá Mascherano spila einn hálfleik. Er mjög spenntur fyrir þeim leikmanni.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 13:59
12 góðir um nónbil
Fór 12 km í hádeginu samkvæmt prógrami. Jafn hraði þjálfarinn mælti með ca. 5.15 mín hraða. Fór þetta á 58.38 mín sem gerir 4.53 mín hraða án þess að erfiða mikið, sáttur með það. Á morgun er hvíld, 16 km rólegir á laugardag og 10 km rólegir á sunnudag.
NG
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 22:53
Bellamy er kóngurinn
Frí í dag samkvæmt prógrami. Naut kvöldsins með því horfa á mína menn niðurlægja Barcelona. Bellamy er kóngur svona eiga menn að svara slúðri og kjaftæði. Hann verður lykilmaður hjá Liverpool um ókomin ár.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2007 | 23:59
Hlaupið með goðsögninni
Snilldar æfing í dag 8 km fartleikur í Laugardal. Sigurður P. Sigmundsson Íslandsmethafi í maraþoni þrælaði mér áfram. Virkilega gaman að fá að hlaupa með goðsögninni. Hann er búinn að setja saman prógram sem miðast við að toppa í RM í ágúst. Önnur plön verða því að víkja í bili. Þetta er nokkuð þétt prógram sem byrjar þó aðeins á 4 æfingum á viku en fer stigvaxandi og nær hámarki í júlí, 100 km plús á viku. Ljóst að golfið verður að víkja að einhverju leyti. Nú er maður kominn í góðar hendur.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 18:10
Langur sunnudagur
Jæja nú er maður endanlega búinn að missa það. Myndin að ofan er af hlaupaleið dagsins 22,73 km. Þetta var rólegt og átti líka að vera það. Rúllaði þetta á 2 klst 9 mín og 26 sek, Inni í þeim tíma eru drykkjarstopp og smá teygjur. Ég finn í þessum lengri hlaupum að mig vantar styrk í lappirnar. Treysti Sigurði P. Sigmundssyni til setja mér fyrir í þeim efnum, ég pantaði nefnilega 3 mánaða prógram frá honum í gærkvöldi. Pumpan virðist vera í ágætu standi og slögum fer fækkandi var með 150 að meðaltali í þessu hlaupi. Brennslan 2173 kaloríur.
Gerði mér það til gamans að framreikna þennan rólega hraða í heilt maraþon. Hraðinn var 5.42 mín á km. x 42,2 = 4 klst sléttar. Auðvitað er langt í land með að klára þann pakka, en um leið og styrkur eykst í löppum verður þetta allt auðveldara.
Stefni á hálft í Marsmaraþoni á undir 1 klst og 50 mín. Held að það sé mjög raunhæft sérstaklega ef maður kemur hvíldur og ferskur til leiks.
Siggi mældi Álftaneshringinn í dag og hann kemur út á 10,6 km sem hljómar mun betur. Það þýðir pace á sléttum 5 mín á föstudaginn síðasta.
NG
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 14:04
Fíkn á fíkn ofan
Í gær var var farið á pílukvöld í KR-heimilinu. Þar var drukkinn bjór og síðan stefnt að því að kíkja með strákunum í miðbæ Reykjavíkur. Hugmyndin var því að hafa hlaupafrí í dag og hvílast. Uppúr miðnætti gerðust undur og stórmerki. Hlaupafíknin varð áfengis og skemmtanafíkninni yfirsterkari. Undirritaður yfirgaf því samkvæmið, skokkaði heim og ákvað að hlaupið skyldi í dag. Rosalega er maður orðinn skynsamur, enda miðaldra og lífsreyndur.
Í morgun var svo vaknað um 10 leytið og smeygt sér í nælongallan. Svo var haldið út í vorveðrið og joggaðir í rólegheitum 13.83 km skv. Google Earth( Polar græjan er eitthvað vanstillt). Var nokkuð léttur og sjaldan liðið betur á hlaupum. Tíminn 1 klst 16 mín og 5 sek, það gerir meðalhraða uppá 5.29 mín pr. km. Blés ekki úr nös og meðalpúls 155 slög. Mældi til gamans hvíldarpúlsinn í morgun þegar ég vaknaði, 41 slag. Held að það sé nokkuð gott Glími þó við eitt hvimleitt vandamál, geirvörturnar á mér eru orðnar að svöðusári og fossar úr þeim blóð á hlaupum. Þarf að finna lausn á því.
Þetta þýðir að vikan er komin í 58 km sem er bara nokkuð gott fyrir meiðslapésa eins og mig. Vonandi helst maður heill og getur byggt ofaná þessa góðu viku.
NG
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)