Febrúar

Febrúar, uppgjör.

Eftir að hafa verið kyrrsettur á þrekhjóli megnið af janúar vegna meiðsla þá er ég nokkuð sáttur við þróunina í febrúar. Náði samtals 17 hlaupaæfingum frá 6 degi mánaðarins. Á þeim æfingum voru samtals farnir 171,60 km. Er kominn í fast prógram sem hjálpar mikið til, annars æðir maður áfram eins og flóðhestur þangað til meiðsli valda kyrrsetningu. Næstu vikur eru spennandi þar sem álagið fer smám saman vaxandi og verður gaman að sjá hvernig skankarnir bregðast við því. Spurning hvernig maður fer að í júlí þegar vikurnar verða í 100 km +, það verður ekki ýkja mikið golf á þeim tíma. Kannski spurning um að taka morgunæfingar á þeim tíma.

Vigtin sýnir 93-94 kg, samtals 10-11 kg farin síðan í nóvember. Þjálfarinn vill fá mig niður í 88 í rólegheitum. Þegar því verður náð mun manni væntanlega svipa til Eþíópíumanna, sem er mjög gott þegar langhlaup eru annarsvegar.

Hádegisæfingar voru teknar upp í mánuðinum, mjög hentugt tvisvar í viku og komið til að vera.

 

NG

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband