Árshátíð og recovery

Helgin var skemmtileg en eftirköstin ekki. Árshátíð Dúddans hófst í hádeginu á laugardag of stóð fram til kl. 6 á sunnudagsmorgun. Síðasta stopp var Cafe Kósý í Austurstræti þar var mér tjáð að ég væri fallegur og hægra eyra mitt var sleikt. Þetta var reyndar huggulegasti drengur en við náðum ekki saman að þessu sinni, kannski síðar.

Af skiljanlegum ástæðum verður liðurinn "einingar í vikunni" í fríi þessa vikuna. Talning var ekki nógu nákvæm. Annars hélt ég að maður væri hættur þessari vitleysu, en lengi er von á einum.

Var enn slappur í vinnunni í dag en náði að hrista mesta skítinn af mér núna seinni partinn með 10 kílómetra hlaupi. Þessi vika verður vonandi betri en sú síðasta í hlaupalegum skilningi. Kvefpestin gerði það að verkum að vikan varð einungis uppá 31 km.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband