Færsluflokkur: Dægurmál

Ný æfing

Var að koma úr ræktinni. Ákvað að feta í fótspor reynsluboltanna en á meðal þeirra fer ný æfing eins og eldur um sinu. Hún fer þannig fram að hlaupabrettið er stillt í 15 gráðu halla og 6 km hraða. Það er skemmst frá því að segja að þetta er fjandanum erfiðara. Svitinn gjörsamlega spýtist út úr manni. Náði þó aðeins að halda út í 17 mínútur þá var ég bæði orðinn þreyttur og eins var mér farinn að skrika fótur þar sem nokkrir lítrar af svita höfðu spýtt sér á beltið sem eins og áður sagði var stillt í 15 gráðu halla. Tók þá til við refsingar á stáli og magaæfingar.

Annars er þetta fín æfing og hentar vel í prógramið á þeim dögum sem hvíld er frá hlaupum.

Hugur minn er hjá Múraranum sem meiddist í gær og er kominn með svokallað "hlauparahné". Hann fer í sprautur á morgun og ætti að vera orðin stálsleginn um helgina.

Á morgun er svo hádegishlaup númer tvö.

 

NG


Eins og talað úr mínum munni

Tók rúntinn á heimasíðum hlaupara einu sinni sem oftar. Rakst á þennan magnaða greinarstúf á bloðsiðu Gunnlaugs Júlíussonar stórhlaupara. http://gajul.blogspot.com/

"KSÍ þingið var haldið í dag. Það hefur verið nokkrum hópi fólks hugleikið sem að öllum jafnaði hefur ekki verið áberandi í umræðu um fótbolta. Ástæðan var sú að ung kona bauð sig fram til formennsku í KSÍ ásamt fleirum. Nú er það góðra gjalda vert að fólk bjóði sig fram til starfa sem það er tilbúið að takast á við. Meðal annars bauð kona sig til fram stjórnarsetu í KSÍ sem hefur unnið lengi innan Þróttar og skilað þar mjög góðu starfi. Það verður hins vegar að ætlast til þess að fólk sem býður sig fram til formennsku í svo stórum og mikilvægum samtökum sem KSÍ er hafi á einhvern hátt sýnt það að það hafi einhverja burði til að valda verkefninu. Svo er ekki um þessa konu. Í hennar sívíi kemur fram að að hún hafi leikið knattspyrnu í yngri flokkunum og haft einhver afskipti af knattspyrnu meðal sígaunabarna í Rúmeníu en stjórnunarreynslu hefur hún enga. Hvaða bull er þetta? Getur fólk með slíkan bakgrunn ætlast til að það sé tekið alvarlega. Jú af sumum. Á bloggsíðum sá maður að það var eins og Messías hefði stigið fæti á jörðina, slík var hrifingin yfir þessu framtaki. Heill stjórnmálaflokkur ályktaði svo að KSÍ þingið skyldi kjósa hana til formennsku. Það minntist hins vegar einginn á konuna sem bauð sig fram til sjórnar KSÍ á grundvelli langrar og farsællar starfsreynslu innan fótbolta hreyfingarinnar. Hún skipti engu máli í hugum þeirra sem fóru með himinskautum út af formannskosningunni.
Ég hef gaman af fótbolta. Ég hef setið í stjórn knattspyrnudeildar og geri það raunar í dag. Ég fer oft á völlinn. Ég hef hins vegar ekki spilað í yngri eða eldri flokkum hjá neinu félagi. Ef ég hefði hins vegar lýst yfir framboði til formennsku í KSÍ hefðu líklega flestir haldið að ég væri orðinn létt geggjaður eða haldinn vægast sagt hömlulausri sýniþörf. Það hefði verið hlegið framan í mig og gert grín að mér á bakið. Hvers vegna? Jú vegna þess að það myndi virka þannig á flesta að það væri hreint idíódiskt að einhver nóboddí af götunni byði sig fram til formennsku í svo mikilvægum samtökum sem KSÍ. Mér hefði líklega verið bent á að byrja á því að leggja fram krafta mína í stjórn einhverrar knattspyrnudeildarinnar. Hvernig verða viðbrögðin aftur á móti þegar einhver kona sem hefur engan bakgrunn né nokkra reynslu af einu eða neinu innan knattspyrnuhreyfingarinnar býður sig fram í þetta embætti? Hún er hafin til skýjanna, ólíklegustu menn telja það vera slikt gæfuspor fyrir KSÍ að velja hana sem formann að það megi ekki láta svona tækifæri ganga sér úr greipum og ég veit ekki hvað? Hver er niðurstaðan? Þrjú atkvæði. Þremur of mikið. Ég á ekki von á öðru að þessi niðurstaða verði talin ein birtingarmynd karlasamsærisins sem hleypi konum ekki að áhrifastöðum. Nefnt hefur verið að á KSÍ þingi sitji 116 karlar og 7 konur og það talið dæmi um karlaveldið. Þar sem ég þekki til er oft erfitt að fá fólk til að taka að sér stjórnunarstörf innan knattspyrnuhreyfingarinanr. Þetta er erfitt starf, oft vanþakklátt og ábyrgðin mikil. Margir telja sig hafa annað betra að gera við frítímann en að gefa sig í þetta þar sem hver frí stund er upptekin yfir sumarmánuðina og oft betur. Það er því alveg öruggt mál að þeir sem hæst hafa látið að undanförnu um nauðsyn þess að koma konu til áhrifa innan knattspyrnuhreyfingarinnar geta fundið stjórnarsæti sem eru ekki föst á hendi ef eftir væri sótt. Jafnvel eru til sæti sem ekki hefur tekist að manna. Ég held að væri til góða að konum fjölgaði í stjórnum knattspyrnufélaga til að auka veg kvennafótboltans. Ég þekki mikinn fjölda af duglegum mömmum sem halda vel utan um starfið í yngri flokkunum. en að láta sér detta í hug að velja algerlega óreynda konu til formennsku í KSÍ er hins vegar svo vitlaust að það tekur engu tali. Ég held að því sem kallað er kvennabarátta sé gert meira ógagn en gagn með svona löguðu."

 

Hafði reyndar ákveðið að halda mér utan við þessa umræðu en þetta framboð fór engu að síður óstjórnlega í taugarnar á mér. Þarna er kominn maður sem hægt er að taka alvarlega og hittir naglann algerlega á höfuðið með góðum röksemdum og á málefnalegan hátt.

 

NG


Seinna hlaup dagsins

Um klukkan 16.30 hringdi síminn, á línunni var Múrarinn a.k.a. TK. Hann hafði hug á síðdegishlaupi og það var auðsótt. Híttumst 17.30 í Neslauginni og fórum 8 km. Kallinn kom á óvart og hefur greinilega verið að æfa í laumi og hélt uppi meðalhraða 5.32 mín á kílómeter og tók meðal annars hvílíka roku um miðbik hlaups. Fór alveg niður á 4 mínútur í pace í ca. 1 km þannig að ég átti í stökustu vandræðum með að halda í við hann. Múrarinn lýsti því yfir í lok hlaups að hann myndi mæta í hádegishlaup á föstudag. Eina sem vantar er að Loðfíllinn og Færeyingurinn taki fram skóna.

Góður dagur að baki, rúmlega 18 km og alveg eldsprækur. Nú sýnist mér að leiðin liggi aðeins uppávið.

 

NG


Hádegishlaupi lokið

Fyrsta hádegishlaupi DM klúbbsins er lokið. Þetta er snilld og klárlega það sem koma skal, við brosum báðir hringinn í endorfínvímu, viðmót og fas með allra besta móti.

10,26 km voru lagðir að baki. Fórum rólega í byrjun og enduðum á þokkalegri keyrslu með vindinn í fangið og upp í móti. 158 hjartslög að meðaltali, 4,40 hraðasta tempó og 5,35 meðaltempó. Þægilegt og gott, vonumst til að fjölgi í klúbbnum fljótlega. Ýmsir eru greinilega forvitnir og jaðrar við öfund hjá öðrum. Nú er bara að drífa sig með, allir velkomnir.

 

NG


Hádegishlaup Nölla og Sigga

Nú eru einungis 50 mínútur þar til fyrsta hádegishlaup Hlaupaklúbbs DM verður þreytt. Skemmtileg tilviljun að þessu sé lönsað á sjálfan Valentínusardaginn. Spennandi verður að sjá hvernig til tekst en hugmyndin er að rúlla 10 km hring um Álftanesið. Ef vel tekst til er stefnt að því að gera þetta 2-3 sinnum í viku. Nánar á eftir.

 

NG


Betri gangur

Ágætis gangur undanfarið. Í gær var tekinn fartleggur, erfiður og kláraði mig gjörsamlega. Fór hæst í 195 hjartslög á mínútu. Svolítil pína þannig að í dag fór ég út og ákvað að njóta þess að hlaupa á rólegum hraða. Reyndi að halda púlsi milli 150 og 160 slögum það gekk upp að mestu leyti, fór hæst í 171 efst á Bakkavör. Fór 10 km á meðaltalspúlsi 156. Tíminn 53.36 mín sem kom á óvart miðað við hvað mér fannst ég fara rólega, er greinilega á réttri leið. Ætla að halda mig við 10-12 km næstu 2-3 vikurnar í bland við hraðleiki, reyna að vera skynsamur og sleppa við meiðsli. Ef það gengur upp ætti maður að geta farið 21 km 17. mars á þokkalegum tíma.

 

NG


Áfram í grúski

1992 2

 

Þessi er nokkuð skemmtileg. Er reyndar ekki frá því að ég hafi veðjað á rangan hest."Það er hægt að vera lengi í knattspyrnu og streða fyrir einni medalíu en svo sigrar maður á einu golfmóti og uppsker verðlaun fyrir tugi þúsunda".

Ég er ekki frá því að Eiður hafi þénað meira á sinni knattspyrnuiðkun en ég á golfinu. Hlaup tengjast þessari blaðagrein einnig. Ég var staddur í golfi út í Suðurnesi og átti að mæta í viðtal einhverjum mínútum seinna. Ekki var um annað að ræða en að bregða undir sig betri fætinum og hlaupa út á Hlíðarenda þar sem viðtalið var tekið. Að viðtalinu loknu var hlaupið aftur út á golfvöll og tekinn upp þráðurinn við golfleik. Það þarf enginn að segja mér að meðlimir Cocopuffs-kynslóðarinnar hefðu látið bjóða sér uppá þetta.

 

NG


Er homminn kominn með fisk?

Doddi

 

Þessi 18 punda hryggna sem kynvillingurinn Þórður Águstsson dró úr Torfhvammshyl í Vatnsdalsá síðastliðið haust er óneitanlega tignarleg. Því er þó ekki að neita að ég varð nokkuð pirraður þegar hann ruddist út í hylinn og stal henni fyrir framan nefið á mér. Svo pirraður að setningin í fyrirsögninni hér að ofan var það eina sem kom upp úr mér.

 

NG


Dúfan og hreindýrið

65726479

Þau eru sæt saman Dúfan og hreindýrið á myndinni hér að ofan. Einhvern veginn kemst maður ekki hjá því að leiða hugann að því á hvaða nótum samband þessara dýrategunda er byggt. Allavega þá er hjónasvipur með kvikindunum.

 

NG


Morgunblaðið 25. febrúar 1995

400843_0421_433181_0003

 

Það er með ólíkindum að rólyndismaður sem aldrei hefur skeytt skapi skuli dæmdur í 6 leikja bann. Þetta minnir mig reyndar á atvik þar sem annar rólyndismaður kemur við sögu.

Elliði Vignisson sálfræðingur og núverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum lék með Gróttu á árum áður og lenti í ýmsum skrautlegum uppákomum. Í fersku minni er leikur sem fram fór í íþróttahúsinu við strandgötu uppúr 1990. Elliða var sýnt rauða spjaldið einu sinni sem áður. Hann var þó ekki alveg á þeim buxunum að sætta sig við brottreksturinn og átti ýmislegt vantalað við þann svartklædda. Rauk hann í átt að dómaranum sem greinilega var skelkaður og tók til fótanna. Bæjarstjórinn fylgdi í humátt á eftir og fljotlega barst eltingaleikurinn upp í áhorfendapalla og varð að gera hlé á leiknum í dágóða stund meðan þeir "félagar" kláruðu stórfiskaleikinn. Óborganleg skemmtun fyrir þá sem voru viðstaddir. Ekki fylgir þó sögunni hversu langt leikbann Elliði hlaut að launum.

 

NG


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband