Betri gangur

Ágætis gangur undanfarið. Í gær var tekinn fartleggur, erfiður og kláraði mig gjörsamlega. Fór hæst í 195 hjartslög á mínútu. Svolítil pína þannig að í dag fór ég út og ákvað að njóta þess að hlaupa á rólegum hraða. Reyndi að halda púlsi milli 150 og 160 slögum það gekk upp að mestu leyti, fór hæst í 171 efst á Bakkavör. Fór 10 km á meðaltalspúlsi 156. Tíminn 53.36 mín sem kom á óvart miðað við hvað mér fannst ég fara rólega, er greinilega á réttri leið. Ætla að halda mig við 10-12 km næstu 2-3 vikurnar í bland við hraðleiki, reyna að vera skynsamur og sleppa við meiðsli. Ef það gengur upp ætti maður að geta farið 21 km 17. mars á þokkalegum tíma.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband