Oft verið betri

Ástandið er ekkert sérstakt núna. Átti erfitt með að sofna í gær. Húsfreyjan gerði sér dælt við húsbóndann sem lá eins og skata og gat sig ekki hreyft.  Ekki oft sem slíkum kostaboðum er neitað. Svaf lítið í nótt vegna verkja. Liðband utanvert á hægra hné er aumt og táberg vinstri fótar einnig.

Það eru farnar að renna á mann margar grímur vegna verkefnisins framundan, spurning hvort einhver eigi hjólastól sem hann má missa? Það var þó vitað þegar ákvörðun var tekin að borgað yrði með blóði, svita og tárum. Sennilega er það eðlilegt að maður sé aðeins sár á líkama eftir svona langferð. Pottur í kvöld og hjól á morgun til að hlífa eymslum.

Annars er það að frétta að munntóbakið hefur fengið að víkja eftir 12 ára neyslu. Staðgengillinn er jórturleður, nikótínbætt, sem tuggið er af miklum móð með tilheyrandi vindverkjum.

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera kominn í 1/2 maraþon hópinn. Það er ýmis fórnarkostnaður sem fylgir, ég hef heyrt að kynlífsbann gefi manni mikið sérstaklega í 18-21km kaflanum.

Siggi (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband