Peter Crouch og fleira

Jæja, þá er hafin ný vika. Ekki hægt að segja annað en að hún byrji ágætlega, það er ekki laust við að maður sé laus við hið klassíska mánudagsþunglyndi. Það er nokkuð ljóst að það að göslast áfram á hlaupum eða á hjóli virkar mjög vel sem gegn skammdegisþunglyndinu.

Í dag var farið á tvær æfingar, annarsvegar í ræktina og hjólað í 70 mínútur. Þori ekki enn í hlaup þar sem vinstri fótur er aumur, vil ekki hætta á að lengja tímann á hliðarlínunni. Hinsvegar var farið á golfæfingu í Básum. Kom skemmtilega á óvart hvað maður tekur miklum framförum við að sleppa því að æfa.

Í gær var vakað fram á nótt, tilefnið úrslitakeppni NFL. Að mati undirritaðs besta sjónvarpsefni sem í boði er. Leikirnir voru ekki af verri endanum og úrslit réðust í framlengingu og á síðustu sekúndum. Mínir menn Colts léku á laugardag og sigruðu annan leikinn í röð á frábærum varnarleik. Eitthvað sem ekki hefur borið mikið á fram til þessa. Það er deginum ljósara að þeir sigra Superbowl ef vörnin heldur áfram á sömu braut.

Ánægjulegt var einnig að sjá Peter Crouch félaga minn færa knattspyrnuna á annan stall þegar hann afgreiddi einn síns liðs drengina í  Watford í hádeginu á laugardag. Þar er augljóslega á ferð besti knattspyrnumaður heims. Þórður Ágústsson hefur unnið sér ínn fría áskrift að Fréttablaðinu en hann var með rétt svar við getraun föstudagsins (Peter Crouch).Blaðið mun hér eftir liggja í póstkassanum þegar hann vaknar. Innilega til hamingju Þórður. 

 

NG

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband