Hádegishlaupi II lokið

Ég vil byrja á að þakka fyrir þann heiður sem mér er sýndur, feministanum sjálfum, að fá að rita hugleiðingar mínar á Nöllablogg.

Eins og aðdáendur síðunnar hafa tekið eftir tóku við uppá þeirri mögnuðu iðju að henda okkur í 10km hlaup í hádeginu. Þetta var annað hlaupið í seríunni og má því til sanns vegar færa að þetta sé orðið að venju. Það er nú ekki hlaupið að því að koma hlaupinu fyrir í þéttri dagskrá  og sérstaklega ekki þar sem við erum þekktir meiðslapésar. Uppúr ellefu þarf að byrja nudda auma vöðva með deep heat og skella í sig bólgueyðandi pillum, einhverjir þurfa að smeygja sér í níðþröngan spandexinn, hanska og húfu í stíl. Því er ekki að neita að Nöllinn er stórglæsilegur í outfittinu þannig að oft reynist erfitt að einbeita sér að hlaupinu.

Hlaupið sjálft tókst svona líka glimrandi vel. Okkur var vel tekið við rásmarkið og löggan sá sér fært um að stöðva umferðina svona rétt á meðan við vorum að koma okkkur af stað. Mætingin var 66,67% en Múrarinn var fjarri góðu gamni þar sem Nöllinn sprengdi á honum hnéin í vikunni. Veðrið var með ágætum þótt hinn alþekkti mótvindur var í fangið allan hringinn. Hringurinn var sá sami og síðast eða 10,3 km og tíminn 53 mínútur og 13 sekúndur, sem er nýtt hádegishlaupsmet. Hámarkshraði var 4,17 og meðalhraði 4,5 sem þýðir að það er ekki allt með felldu. Annaðhvort er hringurinn lengri eða Polar RS400 geimúrið sé skemmtilega vanstillt. Official mæling verður að fara fram um helgina og beiðni þess efnis hefur þegar verið send yfirvöldum. Tæplega 1100kcal urðu að engu í áreynslunni. Vitrir menn hafa sýnt fram á að 7000kcal missir sé 1kg af hreinu spiki og því er enn af nógu að taka. Vonir standa til að  í næstu hlaupum muni fjölga verulega í klúbbnum og hann jafnvel fá alþjóðlegra yfirbragð en Færeyingurinn og Loðfíllinn hafa verið að æfa í laumi og hyggjast reyna fyrir sér munum við að sjálfsögðu taka á móti þeim með opnum örmum.

Það verður ekki annað sagt en að vikan sé búin vera góð og undirritaður hefur klárað 55km sem er hið besta mál og endorfínið flæðir út um allar gáttir. Framundan er létt helgi en það má vera að maður laumi sér í 10-15km á sunnudaginn ef vel viðrar.

Fyrir hönd hlaupaklúbbs DM,

Sigurður Ómarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband