Langur sunnudagur

22 km

Jæja nú er maður endanlega búinn að missa það. Myndin að ofan er af hlaupaleið dagsins 22,73 km. Þetta var rólegt og átti líka að vera það. Rúllaði þetta á 2 klst 9 mín og 26 sek, Inni í þeim tíma eru drykkjarstopp og smá teygjur. Ég finn í þessum lengri hlaupum að mig vantar styrk í lappirnar. Treysti Sigurði P. Sigmundssyni til setja mér fyrir í þeim efnum, ég pantaði nefnilega 3 mánaða prógram frá honum í gærkvöldi. Pumpan virðist vera í ágætu standi og slögum fer fækkandi var með 150 að meðaltali í þessu hlaupi. Brennslan 2173 kaloríur.

Gerði mér það til gamans að framreikna þennan rólega hraða í heilt maraþon. Hraðinn var 5.42 mín á km. x 42,2 = 4 klst sléttar. Auðvitað er langt í land með að klára þann pakka, en um leið og styrkur eykst í löppum verður þetta allt auðveldara.

Stefni á hálft í Marsmaraþoni á undir 1 klst og 50 mín. Held að það sé mjög raunhæft sérstaklega ef maður kemur hvíldur og ferskur til leiks.

Siggi mældi Álftaneshringinn í dag og hann kemur út á 10,6 km sem hljómar mun betur. Það þýðir pace á sléttum 5 mín á föstudaginn síðasta.

 

NG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband